FEHRL -  Europe's Road Research Centres

 

Hvað erum við  

FEHRL – Forum of European National Highway Research Laboratories – eru samtök ríflega 30 rannsókna- og tæknstofnana víða að úr Evrópu.

Samstarf við fólk úr öðrum heimshlutum tengir FEHRL sterkum böndum við alþjóðlegt rannsóknastarf. FEHRL hefur stuðlað að því að auka þrótt og orðstír evrópsks vegakerfis síðan 1989.

 

Verkefni og markmið

Verkefni FEHRL er að stuðla að og greiða fyrir samvinnu á sviði vegagerðarrannsókna auk þess að leggja fram upplýsingar og ráðleggingar um tæknimál og önnur stefnumál sem lúta að vegagerð. Starfsfólk frá stofnunum hvers lands leggja fram tæknilegar upplýsingar til allra verkefna.


Með því að skilgreina rannsóknir og leggja fram niðurstöður þeirra er takmark FEHRL að:

  • Leggja fram vísindalegt efni til stuðnings stefnumótunar í vegagerð og vegasamgöngum innan Evrópu og einstakra landa.
  • Byggja upp skilvirkt og öruggt vegakerfi í Evrópu og viðhalda því.
  • Auka nýsköpun í evrópskri vegagerð og þeirri atvinnustarfsemi sem henni tengist.
  • Auka orkunýtni í vegagerð og rekstri vegakerfa.
  • Vernda umhverfið og auka lífsgæði.

Vegagerðin er tengiliður FEHRL á Íslandi.

 

 

 

Icelandic Road and Coastal Administration IRCA

Borgatún 5-7
105 Reykjavik
Iceland